"Aflfræði", (EÐL302G haust 2020)
- Á haustmisseri 2020 verða fyrirlestrar á þriðjudögum klukkan 08:20-09:50
í V02-157 og á fimmtudögum klukkan 10:00-11:30 í V02-157.
- Fyrsti fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 25.08. 2020 klukkan 08:20.
- Vegna kófsins verða fyrirlestrar í húsnæði HÍ ekki leyfðir, og því bendi ég
nemendum á fyrirlestranótur hér að neðan og hlekk á undirsíðu með
upptökur fyrir mikilvægustu atriði hvers fyrirlestrar. Það verða engar beinar
útsendingar frá fyrirlestrum, en í staðin notið þið nóturnar og upptökurnar til að
styðja við lestur ykkar. Dæmareikningur er þungamiðja námsins, því hvet ég ykkur til
að ráðast á dæmin jafnhliða lestri. Það er eina leiðin til að öðlast færni í
námsefninu. Ég held tímasetningum og staðsetningu inni til að minna okkur
á að á hverri viku þarf að fara yfir tvo fyrirlestra og eftir fyrstu vikuna
verður einn dæmaskammtur í hverri viku!
- Dæmatímar verða á mánudögum klukkan 15:00-16:30 í V02-158.
- Fyrsti dæmatíminn verður mánudaginn 31.08. 2020 klukkan 15:00-16:30 í V02-158.
- Hjálpargögn á prófi: Allar bækur og nótur.
- Kennslubók: Variational Principles in Classical Mechanics,
Douglas Cline,
Revised 2nd edition, fæst frjáls á vefnum. Amazon býður upp á útprent eða Kindle-útgáfu. Útprent er einnig
hægt að panta hjá Háskólaprenti af allri bókinni
eða 14 fyrstu köflunum.
- Til hliðsjónar: Classical Dynamics of particles and systems, S.T. Thornton og J.B. Marion,
5. útgáfa.
- Um skipulag námskeiðisins (PDF), (html)
Fyrirlestranótur,
Upptökur
Dæmaupplýsingar 2015
Dæmaupplýsingar 2018
Dæmaupplýsingar 2019
Dæmaupplýsingar 2020
Jöfnublað, lagfært 22.10.2018
Próf
Sýniforrit
Fyrir forvitna sem hafa áhuga á að heilda hreyfijöfnur tölulega í tíma
set ég hér örfá sýnidæmi um öflug FORTRAN-forrit sem breyta má til þess
að heilda flestar hreyfijöfnur sem koma fyrir í námskeiðinu. Þau nota
undirstefjur úr frjálsa
Slatec-safninu og eru þýðanleg með
gfortran (sem er frjálst og fáanlegt fyrir öll stýrikerfi):
Nokkur forrit (zip).
(Upptaka um notkun)
Ég búinn að breyta þessum pakka
til að einfalda notkun hans.
Hjálpargögn
Frjálsar bækur og fyrirlestranótur um aflfræði á veraldarvefnum
Sögulegar bækur og textar um aflfræði á veraldarvefnum
Fróðleikur til gamans