Aflfræði (EÐL302G) haustið 2020



Kennarar: Viðar Guðmundsson (prófessor í eðlisfræði; vidar@hi.is).



Kennslubók: Variational Principles in Classical Mechanics, eftir Douglas Cline, endurnýjuð 2. útgáfa, 2019. Bókin er til frjáls á vefnum: http://classicalmechanics.lib.rochester.edu/

Til hliðsjónar: Classical Dynamics of Particles and Systems eftir Thornton & Marion (5. útg. 2004).

Allar upplýsingar um námskeiðið munu birtast á vefsíðu:
https://notendur.hi.is/vidar/Nam/Afl/index.html



Gróf kennsluáætlun og lesefni:

Þáttur Efni Kaflar í bók Douglas Cline
1 Hreyfijöfnur 2.2, 2.12.1, 2.12.2, 2.12.5
2 Línulegar sveiflur 3.1 – 3.6, 3.9
3 Ólínulegar sveiflur og ringl 4.1 – 4.6
4 Þyngdarfræði, hnikun 2.14, 2.15, 5.1 – 5.12
5 Euler – Lagrange 6.1 – 6.14
6 Jöfnur Hamiltons 7.1, 7.2, 7.5 – 7.14, 8.1 – 8.5
7 Miðlæg mætti 11.1 –11.7, 11.8 – 11.8.3, 11.9.1, 11.10
8 Agnakerfi 2.8 – 2.10, 2.12.8
9 Hreyfing utan tregðukerfis 12.1 – 12.8, 12.10 – 12.14
10 Aflfræði stjarfhluta 13.1 – 13.12
11 Horn Eulers og hreyfijöfnur 13.13 – 13.23
12 Tengdar Sveiflur 14.1 – 14.9



Skipulag: 2+2 fyrirlestrar og dæmatími einu sinni í viku. Dæmi verða lögð fyrir á miðvikudögum fyrir kl. 17 á vefslóð námskeiðisins: https://notendur.hi.is/vidar/Nam/Afl/index.html

Um er að ræða tímadæmi þar sem nemendur eru hvattir til að reikna upp á töflu (engin skiladæmi). Hver nemandi velur sér dæmahóp sem ber ábyrgð á einu dæmi í hverjum dæmatíma.



Heimapróf: Verður haldið seint í október. Ekki er skylda að taka prófið; nemendur geta valið að gera það ekki og mun þá vægi jólaprófs í lokaeinkunn verða 100%. Á prófinu verða svipuð dæmi og í dæmatímum og á lokaprófi. Nemendur fá nægan próftíma og ætlast er til þess að þeir æfi góðan frágang og framsetningu á tveimur reiknuðum dæmum.

Vægi heimaprófs í lokaeinkunn er 20% til hækkunar.



Jólapróf: Skriflegt þriggja stunda próf. Prófið verður með svipuðu sniði og fyrri ár og allar bækur og nótur eru leyfileg prófgögn. Dæmin munu svipa til tímadæma yfir misserið.

Vægi jólaprófs í lokaeinkunn er 80-100%