Kynning á Team Spark 2020



Kynningarmyndband


Team Spark leitar að nýjum liðsmönnum!

Team Spark er hópur nemenda við Háskóla Íslands sem fást við öll þau verkefni sem þarf að leysa í hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíl. Þessi verkefni eru mjög fjölbreytt, allt frá hönnun fjöðrunarkerfis, í loftflæði greiningar, yfir í fjármálagreiningu og samskipti við styrktaraðila, og í hönnun og greining rafrása. Verkefnin eru því mjög fjölbreytt og mismunandi, og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Kynningarfundir liðsins verða haldnir á eftirfarandi tímum:

Miðvikudaginn 9. september klukkan 17 á Zoom

Miðvikudaginn 9. september klukkan 20 í VR-II

Fimmtudaginn 10. september klukkan 17 á Zoom

Fimmtudaginn 10. september klukkan 20 í VR-II

Á kynningarfundunum verður farið yfir skipulag liðsins, verkefni annarinnar, hópaskiptingu, námsmat, og aðrar almennar upplýsingar. Athugið að nóg er að mæta á einn fund af þessum fjórum, þeir verða allir eins.

Hægt er að hafa samband við okkur á spark@hi.is, teamspark@teamspark.is, eða í gegnum samfélagsmiðla. Við erum á Facebook, Instagram, og flest öllu öðru, þó það sé minna notað.

Umsóknir, fróðleikur, myndbönd, og annað skemmtilegt má finna á heimasíðunni okkar TeamSpark.is

Hlekkur á Zoom: https://eu01web.zoom.us/my/teamspark

Hlökkum til að sjá þig!


Viðar Guðmundsson
07.09.2020