Hvað getur nanótæknin fært okkur?

í mars 2004 stóð rektor Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um tæknina í samfélaginu. Þar var málstofa um nanótækni undir heitinu: "Hvað getur nanótækni fært okkur"?. Hér að neðan hef ég safnað saman fyrirlestrum af þessari málstofu.

Nanótækni er að þróast upp úr þverfaglegum grunnrannsóknum í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Á nanómetraskalanum, sem er stærðarskali fárra atóma og sameinda, hafa vísindamenn þróað aðferðir til þess að meðhöndla einstök atóm og sameindir og raða þeim saman í ný manngerð kerfi með fyrirfram ákveðna eiginleika.
Fyrirlestrarnir eru eftir fjóra virka vísindamenn á vaxandi sviði nanóvísinda á Íslandi. Höfundarnir, verkfræðingar, eðlisfræðingar og efnafræðingur hafa fengist við rannsóknir á mismunandi sviðum, frá rafrásum í örmótuðum hálfleiðurum og sameindum til líkanagerðar af efnahvörfum og sameindum á yfirborðum.


Viðar Guðmundsson
29.03.2004