Dæmi fyrir EÐL306G 2013
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
-
Fyrsti skammtur fyrir dæmatíma 3. september 2012:
Skiladæmi:
Eind er í ástandi sem lýst er með bylgjufallinu
ψ(x)=Ax2exp(-(x/a)2),
þar sem a er fasti tengdur lengdarskala.
- Finnið stöðlunarfastann A.
- Reiknið væntigildi virkjanna x og x2.
- Reiknið væntigildi virkjanna p og p2.
- Reiknið staðalfrávikin σx og σp.
- Uppfyllir σxσp óvissulögmálið?
(Skilafrestur: fimmtudagur 29. ágúst 2013 klukkan 17:00),
Lausn skiladæmis
Tímadæmi: 1.5, 1.7 og 1.14 í bók
-
Annar skammtur fyrir dæmatíma 10. september 2013:
1. Skiladæmi:
Eind í óendanlegum brunni með lengd a er í ástandi sem lýst er með
bylgjufallinu klukkan t=0
ψ(x)= Ψ(x,0)= A[ψ3(x)-iψ5(x)].
- Finnið stöðlunarfastann A.
- Reiknið væntigildi x. Hvernig er það háð tíma?
- Finnið |Ψ(x,t)|2. Hvernig er það háð tíma?
- Hvaða niðurstöður fást ef orka eindarinnar er mæld?
Með hvaða líkindum?
- Finnið væntigildi virkja Hamiltons, H.
2. Skiladæmi:
Bylgjufall eindar í óendanlegum brunni með lengd a er sem
Ψ(x)= Ax(a-x)(x-a/2).
- Finnið stöðlunarfastann A.
- Hvaða niðurstöður fást ef orka eindarinnar er mæld?
Með hvaða líkindum?
- Hvert er væntigildi virkja Hamiltons?
(Skilafrestur: fimmtudagur 5. september 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 2.5, 2.6 og 2.7 í bók
-
Þriðji skammtur fyrir dæmatíma 17. september 2013:
1. Skiladæmi:
Reiknið væntigildi virkjanna p4 og x4 fyrir n-ta ástand
hreintóna sveifils. Þessi væntigildi koma við sögu síðar þegar við reiknum
leiðréttingu á hreintóna sveiflinum vegna takmörkuðu afstæðiskenningarinnar, og
þegar könnuð er truflun á innilokunarmætti hans.
2. Skiladæmi:
Víxl tveggja virkja eru skilgreind sem [A,B]=AB-BA.
- Sýnið að [A,BC]=B[A,C]+[A,B]C.
- Finnið [x,H] og [p,H] fyrir hreinatóna sveifil.
- Reiknið [a-,H] og [a+,H] fyrir hreintóna sveifil.
Þessi víxl koma við sögu þegar fundin er tímaþróun væntigilda virkjanna
í mynd Schrödingers sem við erum að kanna skammtafræðina í. (Í mynd Heisenbergs
eru þau nauðsynleg til að reikna tímaþróun virkjanna).
(Skilafrestur: fimmtudagur 12. september 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 2.19 og 2.22 í bók
-
Fjórði skammtur fyrir dæmatíma 24. september 2013:
1. Skiladæmi: Dæmi 2.29 í bók. Eftir að finna grafísku lausnina eins og
Griffiths leggur til ættum við að nota eitthvert forrit eins og MatLab, Octave,
Maxima, eða wXmaxima til þess að finna orku eiginástandsins þegar z0=2.
Það ætti að sannfæra okkur um að það er einfalt að ráða við margar óbeinar
jöfnur tölulega.
2. Skiladæmi: Dæmi 2.30 í bók.
(Skilafrestur: fimmtudagur 19. september 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: Fjórða skiladæmi frá 2011 og 2012.
-
Fimmti skammtur fyrir dæmatíma 1. október 2013:
1. Skiladæmi: Hugsum okkur mættið
V(x)=V0, ef x< 0
V(x)=0, annars.
Eind með orku E kemur frá vinstri að þessu mættisþrepi.
- Finnið líkindi þess, R, að eindin endurkastist til vinstri af þrepinu.
- Finnið framferðarlíkur eindarinnar T.
- Staðfestið að líkurnar séu varðveittar, þ.e. T+R=1.
Hér þarf að nota varðveislu líkindastraumsins til þess að skilgreinar líkurnar
rétt því hraði eindarinnar breytist við þrepið.
2. Skiladæmi: Dæmi 2.42 í kennslubók.
(Skilafrestur: fimmtudagur 26. september 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 2.45 og 2.51 í kennslubók.
-
Sjötti skammtur fyrir dæmatíma 8. október 2013:
1. Skiladæmi: Hugsum okkur mættið
V(x)=V0, ef x< 0
V(x)=αδ(x-a), ef x>0.
Finnið og kannið ítarlega endurkasts- og framferðarlíkur
eindar sem kemur með orku E frá vinstri.
Hver eru áhrif delta-mættisins? Hvernig breytast þau með
innorku eindarinnar og styrk delta-mættisins? Sjást hermur?
(Skilafrestur: fimmtudagur 3. október 2013 klukkan 17:00),
Lausn skiladæmis, og gnuplot-skriftur fyrir
2D-TR, 3D-T, bylgjufalli.
Tímadæmi: 3.21, 3.22 og 3.27 í kennslubók.
-
Sjöundi skammtur fyrir dæmatíma 15. október 2013:
1. Skiladæmi: Dæmi 3.35 í bók.
2. Skiladæmi: Þrístiga kerfi er lýst með virkja Hamiltons
H=E(|1><1|+2|2><2|+i|1><2|-i|2><1|+3|3><3|+|3><1|+|1><3|),
þar sem ástöndin |1>, |2>
og |3> mynda staðlaðan fullkominn grunn og E er fasti með vídd orku.
Finnið eigingildi og eiginvigra H. Hvernig lítur virkinn H út í nýja grunni eiginvigranna?
Hver eru væntigildi H fyrir ástöndin |1>, |2> og |3>?
(Skilafrestur: fimmtudagur 10. október 2013 klukkan 17:00),
Lausn skiladæma
Tímadæmi: 4.27 og 4.29 í kennslubók.
-
Áttundi skammtur fyrir dæmatíma 22. október 2013:
1. Skiladæmi: Hugsum okkur rafeind lokaða inni í kúlu (óendanlegur þrívíður brunnur).
Finnið ástöndin sem eru sambærileg við 1s, 2s og 2p ástönd rafeindar í
vetnisatómi. Rökstyðjið val ykkar. Finnið orku þessara samsvarandi
ástanda rafeindar í kúlu. Eru 2s og 2p ástöndin margföld eða með
sömu orku?
2. Skiladæmi: Dæmi 4.26 í bók.
(Skilafrestur: fimmtudagur 17. október 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 4.55 og 4.56 í kennslubók.
-
Níundi skammtur fyrir dæmatíma 29. október 2013:
1. Skiladæmi: Notið eiginleika tengdu margliða Laguerre til þess að sjá að bylgjufallið
fyrir vetnisatóm í ástandi |n,n-1,m> er á forminu
Rn,n-1 ~ rn-1exp(-r/(na)).
(Hér er um sértilfellið l=n-1 að ræða).
- Skrifið niður bylgjufallið og reiknið stöðlunarfastann.
Hvernig passar hann við þann sem gefinn er í bókinni?
- Reiknið væntigildin < r > og < r2 > fyrir ástandið.
- Reiknið σr og σr/< r > og túlkið.
- Teiknið radial bylgjuföllin fyrir |1,0>, |5,4> og |17,16>.
Athugið að skilgreining á Laguerre fleirliðum í kennslubókinni er ekki
sú sama og Wikipedia og N.N. Lebedev gefa. Ég kann best við að nota
Laguerre og
bylgjuföll vetnisatóms.
2. Skiladæmi: Finnið fylkjaútsetningu Sy og Sz fyrir eind með spuna 3/2
í grunni eiginástanda Sz. Hver eru eigingildi Sy?
(Skilafrestur: fimmtudagur 24. október 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 4.17 og 4.55 í kennslubók.
-
Tíundi skammtur fyrir dæmatíma 5. nóvember 2013:
1. Skiladæmi: Þrístiga kerfi er lýst með virkja Hamiltons
H0 = E0{|1><1|+|2><2|+|3><3|},
þar sem E0 er fasti með vídd orku. Kerfið er
truflað með
H' = E0{-|1><1|+i|1><3|+|2><2|-i|3><1|},
þannig að truflaða kerfinu er lýst með H0+λH',
þar sem λ <<1 er víddarlaus fasti
- Hvernig er orkuróf H0?
- Finnið nákvæmt orkuróf H.
- Notið fyrsta stigs truflanaeikning til að finna orkuróf H
- Hvernig ber niðurstöðunum saman fyrir orkuróf H?
2. Skiladæmi: Einvíður hreintóna sveifill með orkuróf En=hν(n+1/2)
er truflaður með H'=λhν(x/a)p þar sem λ << 1. Finnið grunnástandsorkuna
samkvæmt fyrsta stigs truflunarmeðferð þegar p=3 og p=4. Hvers vegna eru niðurstöðurnar
svo ólíkar sem raun ber vitni?
(Skilafrestur: fimmtudagur 31. október 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 6.5 og 6.7 í kennslubók.
-
Ellefti skammtur fyrir dæmatíma 12. nóvember 2013:
1. Skiladæmi: Hreintóna sveifill er truflaður með λH'=λhν(x/a)4.
Finnið orku grunnástandsins með λ2 leiðréttingu.
2. Skiladæmi: Hugsum okkur vetnisatóm sem lokað er inni í kúlu með
geisla a sem er minni en geisli Bohrs aB.
Við ímyndum okkur að kúlan tákni að atómið sé sett í miðju
óendanlegs kúlulaga mættisbrunns.
Hvernig getum við reiknað út orkumun 1S og 2S ástandanna með
truflanareikningi?
Gerið það með fyrsta stigs truflunaraðferð fyrir λ = a/aB << 1.
Hér vaknar spurningin: Hvað gætum við gert þegar λ = aB/a << 1?
(Skilafrestur: fimmtudagur 7. nóvember 2013 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 6.32 og 6.33 í kennslubók.
-
Tólfti skammtur fyrir dæmatíma 19. nóvember 2013:
1. Skiladæmi: Dæmi 9.4 í bók.
(Skilafrestur: fimmtudagur 14. nóvember 2013 klukkan 17:00),
Lausn skiladæmis
Tímadæmi: 9.1, 9.7 og 9.3 í kennslubók.
Prentvæn samantekt lausna allra skiladæma 2013 (PDF, 21MB)
Viðar Guðmundsson
18.11.2013