Brúðkaup í HuWei í YunLin-sýslu á Tævan 9. desember 2006

Fjöldi mynda: 72
Gert: Sunnudaginn 10. desember 2006 á Tævan


Gott er að eiga góða vini. Í dvöl minni að hausti 2006 bauð vinafjölskylda okkar frá JungLi á Tævan mér í brúðkaup á Suður-Tævan í bænum HuWei í YunLin-sýslu. Vinafjölskylda okkar með Antony sem fjölskylduföður er Hakka-tævönsk og systir hans giftist fyrir mörgum árum til Suður-Tævan. Þar skyldi nú halda brúðkaup elsta sonarins upp á Tævanska vísu sem er frábrugðin venjum Hakka. Leiðin suður liggur um fjölbýlustu héruð Tævans, en alltaf skiptast á borgir, bæir og þorp, hrísgrjónaakrar, bananalundir, ananasekrur og appelsínurjóður. Ekki spillti fyrir að sól var og 29 stiga hiti og ferðinni heitið rétt suður fyrir hvarfbaug.

Þegar við komum að kveldi 8. desember var strax byrjað að setja saman á gangstéttinni fyrir framan húsið fórnaraltar fyrir forfeðurna í öðrum heimi og æðri máttarvöld. Þar var raðað ávöxtum, sælgæti, hrísgrjónum og hrísgrjónavíni. Rétt fyrir miðnætti var síðan bætt við hænu, fisk og 205 kílóa svíni.

Upp úr miðnætti mætti á staðinn Taóista-prestur sem gékk réttilega frá öllu og hélt síðan með heimilisfólkinu athöfn þar sem horfnir ættingar voru heiðraðir og máttarvöld beðin um meðvind. Það var svo um eittleytið sem ég missti meðvitund og hélt inn í draumaheima en var þó var við annað slagið að mikið var um að vera fram undir 4 um nóttina.

Þegar ég og Antony læddumst niður um morguninn um 7-leytið til að fá okkur morgunverð í veitingarhúsi á næsta götuhorni var mér til mikillar furðu altarið og allt sem á því var horfið, búið að taka til og breyta stofunni í bílskúr. (Tævanir eru ákaflega úrræðagóðir og búa gjarnan á efri hæðum og hafa á neðstu hæð stofu með steingólfi. Þar er venjulega sjónvarpið, skrifborð og sófar. Þar er matast og dvalið að kveldi fyrir opnum dyrum, en áður en þeir ganga til náða er tilvalið að leggja bílnum í stofuna. Á efri hæðum eru venjulega gljálakkað trégólf sem enginn má stíga á í útiskóm)

Helstu sérfræðingar mínir í menningarmálum hér á Tævan eru ekki alveg sammála hvað verður um fórnargjafirnar, en við skulum bara segja að for-mæður og feður hafi þakkað fyrir sig.

Klukkan 8:30 mætti síðan röð gljáfægðra eðalrennireiða sem tóku brúðgumann og úrvals hjálparlið í herferð til heimilis brúðarinnar. Þar sem ég hélt á myndavél var mér ýtt inn í fyrsta bílinn sem hvorki var gljáfægður né svartur en í staðinn var í honum útséðasti bílstjórinn sem fyrir utan mikla ökuleikni kunni einnig ensku. Hann kom öllum ljósmyndurum hið snarasta til heimilis brúðarinnar. Aðstoðarmeyjar hennar voru rétt að ljúka við skrýðingu hennar þegar við mættum.

Skömmu síðar kom brúðguminn og þurfti að bíða í smástund, svona rétt til að sýna hver stjórnar. Verðandi brúðhjón báru fram óskir sínar fyrir framan altari í íbúðinni og sýndu síðan foreldrum brúðarinnar virðingu sína. Nú kom þar að að tilfinningar yrðu ekki lengur hamdar þegar móðir brúðarinnar kvaddi hana. Brúðguminn leiddi verðandi konu sína út af heimili foreldra hennar, og þó næstum-eiginkonur séu mikils máttugar þá er himininn hærri en þær og vissara að eldri og reyndari kona skýli henni með þar til gerðum tréhlemmi er hún stígur út undir bert loft. Þegar brúðurinn var sest í rennireiðina henti hún út blævæng, enda þarf hún ekki að skýla sér lengur fyrir eiginmanninum. (Eða krossleggja fæturna, eins og Antony túlkaði það fyrir mér). Faðir hennar hellti vatni á götuna þegar bílarnir brunuðu úr hlaði, með þeirri ósk að hún kæmi ekki til baka til að búa í foreldrahúsum. Sykurreyr er fluttur bundinn á brúðhjónabílnum frá heimili brúðgumans til nýja heimilis beggja með þeirri von að samlíf þeirra verði sætt. Þar er hann gróðursettur í garði við húsið.

Nú var í miklum púðurkerlingalátum ekið til heimilis brúðgumans og þar var máttarvöldum enn þakkað fyrir. Hófst svo þriðja ferðin þenna morgun og var stefnt á nýtt heimili ungu hjónanna. Þar var mikið um myndatökur og athöfn þar sem brúðhjónin mötuðu hvort annað í hjónarúminu. Þau voru nú orðin hjón og slæðan því horfin af höfði brúðarinnar.

Allt þetta gerðist með temmilegu fylgdarliði og var nú haldið til veitingarhúss í hádegisverð. Ég bjóst við sama fjölda þar, en var verulega hissa þegar 500 manns höfðu safnast saman í stórum sal. Þar upphófst mikil skemmtun og snæðingur. Það sem eftir var athafnarinnar var meira í vestrænum stíl, nema hvað hún endaði á nákvæmlega fyrir fram settum tíma rétt eins og hún hófst. Tævanir eru gleðimenn miklir en ákaflega stundvísir og skipulagðir.

Öll athöfnin var skýrð út fyrir mér og alltaf passað upp á að ég væri á réttum stað til að taka myndir, enda tók ég um það bil 400. Tævanir eru mjög kurteisir og aldrei stjakaði atvinnuljósmyndarinn við mér. Við unnum okkar verk í fullri virðingu við hvorn annan. Það lýsir Tævönum vel, þeir eru mjög gestrisnir, aldrei uppáþrengjandi, en alltaf tilbúnir að hjálpa, með eða án enskukunnáttu. Í veislunni talaði ég við marga og skálaði í grænu tei og aldinsafa við enn fleiri. Mér þykir vissulega gott að fá mér stundum í glas, en allt slíkt er gert í miklu hófi hér á Tævan. Að vissu leyti eru vínföng varla hluti af menningunni hér.
thumbs/img_0826.jpg
img_0826.jpg
thumbs/img_0829.jpg
img_0829.jpg
thumbs/img_0831.jpg
img_0831.jpg
thumbs/img_0834.jpg
img_0834.jpg
thumbs/img_0835.jpg
img_0835.jpg
thumbs/img_0839.jpg
img_0839.jpg
thumbs/img_0840.jpg
img_0840.jpg
thumbs/img_0842.jpg
img_0842.jpg
thumbs/img_0846.jpg
img_0846.jpg
thumbs/img_0850.jpg
img_0850.jpg
thumbs/img_0851.jpg
img_0851.jpg
thumbs/img_0854.jpg
img_0854.jpg
thumbs/img_0855.jpg
img_0855.jpg
thumbs/img_0857.jpg
img_0857.jpg
thumbs/img_0858.jpg
img_0858.jpg
thumbs/img_0863.jpg
img_0863.jpg
thumbs/img_0866.jpg
img_0866.jpg
thumbs/img_0873.jpg
img_0873.jpg
thumbs/img_0875.jpg
img_0875.jpg
thumbs/img_0878.jpg
img_0878.jpg
thumbs/img_0881.jpg
img_0881.jpg
thumbs/img_0882.jpg
img_0882.jpg
thumbs/img_0883.jpg
img_0883.jpg
thumbs/img_0885.jpg
img_0885.jpg
thumbs/img_0887.jpg
img_0887.jpg
thumbs/img_0889.jpg
img_0889.jpg
thumbs/img_0898.jpg
img_0898.jpg
thumbs/img_0899.jpg
img_0899.jpg
thumbs/img_0901.jpg
img_0901.jpg
thumbs/img_0903.jpg
img_0903.jpg
thumbs/img_0912.jpg
img_0912.jpg
thumbs/img_0915.jpg
img_0915.jpg
thumbs/img_0919.jpg
img_0919.jpg
thumbs/img_0930.jpg
img_0930.jpg
thumbs/img_0943.jpg
img_0943.jpg
thumbs/img_0945.jpg
img_0945.jpg
thumbs/img_0962.jpg
img_0962.jpg
thumbs/img_0964.jpg
img_0964.jpg
thumbs/img_0976.jpg
img_0976.jpg
thumbs/img_0985.jpg
img_0985.jpg
thumbs/img_1002.jpg
img_1002.jpg
thumbs/img_1005.jpg
img_1005.jpg
thumbs/img_1006.jpg
img_1006.jpg
thumbs/img_1012.jpg
img_1012.jpg
thumbs/img_1031.jpg
img_1031.jpg
thumbs/img_1040.jpg
img_1040.jpg
thumbs/img_1059.jpg
img_1059.jpg
thumbs/img_1060.jpg
img_1060.jpg
thumbs/img_1076.jpg
img_1076.jpg
thumbs/img_1088.jpg
img_1088.jpg
thumbs/img_1102.jpg
img_1102.jpg
thumbs/img_1109.jpg
img_1109.jpg
thumbs/img_1110.jpg
img_1110.jpg
thumbs/img_1116.jpg
img_1116.jpg
thumbs/img_1118.jpg
img_1118.jpg
thumbs/img_1119.jpg
img_1119.jpg
thumbs/img_1120.jpg
img_1120.jpg
thumbs/img_1122.jpg
img_1122.jpg
thumbs/img_1126.jpg
img_1126.jpg
thumbs/img_1130.jpg
img_1130.jpg
thumbs/img_1137.jpg
img_1137.jpg
thumbs/img_1162.jpg
img_1162.jpg
thumbs/img_1172.jpg
img_1172.jpg
thumbs/img_1185.jpg
img_1185.jpg
thumbs/img_1189.jpg
img_1189.jpg
thumbs/img_1196.jpg
img_1196.jpg
thumbs/img_1202.jpg
img_1202.jpg
thumbs/img_1205.jpg
img_1205.jpg
thumbs/img_1218.jpg
img_1218.jpg
thumbs/img_1234.jpg
img_1234.jpg
thumbs/img_1239.jpg
img_1239.jpg
thumbs/img_1241.jpg
img_1241.jpg