Almennar upplýsingar

Á undanförnum árum hefur áhugi eðlisfræðinga á lífkerfum vaknað. Nýtt svið eðlifræðinnar sem nefnt hefur verið eðlisfræði lífs eða lífræn eðlisfræði hefur litið dagsins ljós og vex hratt um þessar mundir. Þetta svið er ákaflega breitt og starfa eðlisfræðingar við rannsóknir á þróun tegunda, taugaboðum, hrynjandi í hjartslætti, sjón dýra, flæði um himnur, eiginleikum lífsameinda, leiðni DNA, erfðakóðanum og svo framvegis, rétt til þess að nefna örfá svið. Í þessar rannsóknir hefur nýst vel reynsla eðlisfræðinga við líkanagerð, þunga tölulega reikninga og tilraunir á flóknum kerfum.

Við NORDITA (Nordic Institute for Theoretical Physics) er unnið að uppbyggingu rannsókna í eðlisfræði lífs og kynningu sviðsins á Norðurlöndum. NORDITA styrkir fyrirlestrana um eðlisfræði lífs hér á landi. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og fólk er kvatt til þess að nota tækifærið til þess að kynnast nýju sviði eðlisfræðinnar.
Vidar Gudmundsson
Last modified: Thu Mar 9 13:56:14 GMT 2000