Maður er manns gaman
Number of images: 32
Created on: mánudagur 26. maí 2003
Hingað á þessa sólareyju hafa heimsótt okkur vinir og ættingjar frá
Skerinu í norðurhöfum og Stóðgörðum í miðevrópu. Þrír fræknir ferðalangar
gerðu sér lítið fyrir og fóru heilan hring í kringum jörðina til að
deila með okkur vordögum og kynnast menningunni hér. Tvær fóstrur frá
Stóðgörðum gættu hvorrar annarrar á ferð hingað rétt um það leyti sem
lungaveikin tók að herja á eyjunni. Síðust þessara fræknu ferðalanga er hin
amma Nínu, dótturdóttur Gerlindar,
sem hefur dvalist með okkur í maí. Hér í HsinChu eru almennt
fáir ferðalangar, en hún slær örugglega öll met og keppir við Geirfuglinn
rétt þegar lungnaveikin er í hámarki hér fyrir norðan okkur.
Við höfum eignast góða vini innan og utan háskólasvæðisins og
vísindagarðanna, en alveg sérstaka verður að telja Hakka-fjölskyldu
Antonís frá JungLi. Þau buðu okkur heim um nýárshátíðina eftir að hafa hitt
okkur á götu í HsinChu og hafa reynst okkur einstaklega vel.
Þau eru dæmi um hina opnu tævönsku menningu sem greinir fólk ekki
eftir trúarbrögðum eða kynþætti.
Fjölmarga höfum við hitt á ferðum okkar í næsta nágrenni eða
fjær og átt samræður við á óskilgreindri blöndu af Kínversku,
Ensku og táknmáli. Því miður er þetta myndasafn afar fátæklegt
og hér vantar myndir af flestum vinnufélögum, frábæru skrifstofuliði NCTS
og konunum sem hafa selt mér súpu á kvöldin og kennt mér nokkur
orð á tævönsku og síðan skemmt sér góðlátlega yfir framburði mínum.
Það er einmitt þetta allt saman, jafnvel hið hversdagslegasta sem
hefur gert dvölina hér ógleymanlega. Maður er vissulega manns gaman.
im_01.jpg
(169 Kb)
|
im_02.jpg
(105 Kb)
|
im_03.jpg
(203 Kb)
|
im_04.jpg
(120 Kb)
|
im_05.jpg
(211 Kb)
|
im_06.jpg
(168 Kb)
|
im_07.jpg
(111 Kb)
|
im_08.jpg
(216 Kb)
|
im_09.jpg
(262 Kb)
|
im_10.jpg
(281 Kb)
|
im_11.jpg
(146 Kb)
|
im_12.jpg
(212 Kb)
|
im_13.jpg
(123 Kb)
|
im_14.jpg
(271 Kb)
|
im_15.jpg
(185 Kb)
|
im_16.jpg
(109 Kb)
|
im_17.jpg
(153 Kb)
|
im_18.jpg
(201 Kb)
|
im_19.jpg
(65 Kb)
|
im_20.jpg
(160 Kb)
|
im_21.jpg
(142 Kb)
|
im_22.jpg
(162 Kb)
|
im_23.jpg
(146 Kb)
|
im_24.jpg
(130 Kb)
|
im_25.jpg
(167 Kb)
|
im_26.jpg
(135 Kb)
|
im_27.jpg
(110 Kb)
|
im_28.jpg
(125 Kb)
|
im_29.jpg
(104 Kb)
|
im_30.jpg
(151 Kb)
|
im_31.jpg
(224 Kb)
|
im_32.jpg
(242 Kb)
|