Útskrift í Tsing Hua "Da Sjö" í HsinChu 21. júní, 2003.

Number of images: 20
Created on: mánudagur 23. júní 2003


Á Jónsmessu 2003 var útskriftarhátíð í Tsing Hua Da Sjö (Tsing Hua Háskóla) í HsinChu. Hátíðin var haldin á íþróttaleikvangi skólans og útskrifaðir tæplega 3000 nemendur eftir að sól var sest og hitin kominn niður í 29 gráður með 90% raka. Allan daginn gengu hópar nemenda og fjölskyldur þeirra um svæðið og tóku myndir af kandidötum. Til eru þeir sem halda því fram að útskriftardagurinn sé síðasta prófraun nemenda. Þá er venjulega 33 gráðu hiti og á hádegi skín sólin beint úr hvirfilpunkti. Þeir sem geta varist því að láta líða yfir sig í svörtu kuflunum og höttunum mæta á útskriftina sjálfa um kvöldið.

Útskriftin var með mjög léttu sniði og virkileg fjölskylduhátíð sem endaði með mikilli flugeldasýningu beint yfir höfðum okkar. Fátt er sameiginlegt með því hvernig Íslendingar og Tævanir skemmta sér. Eftir athöfnina streymdu nemendur og fjölskyldur þeirra út af háskólasvæðinu glöð í bragði og um tíuleytið að laugardegi heyrðist aðeins söngur froskanna og skordýranna í Tsing Hua.

Fyrir okkur markar útskrifin líka tímamót. Nú er því miður næstum liðið að lokum dvalar okkar á þessari sérstöku sólareyju. Við erum að undirbúa heimferð eftir viku og kveðjum vini og vinnufélaga á næstu dögum.
thumbs/im_01.png
im_01.jpg
(172 Kb)
thumbs/im_02.png
im_02.jpg
(182 Kb)
thumbs/im_03.png
im_03.jpg
(221 Kb)
thumbs/im_04.png
im_04.jpg
(215 Kb)
thumbs/im_05.png
im_05.jpg
(176 Kb)
thumbs/im_06.png
im_06.jpg
(165 Kb)
thumbs/im_07.png
im_07.jpg
(221 Kb)
thumbs/im_08.png
im_08.jpg
(197 Kb)
thumbs/im_09.png
im_09.jpg
(163 Kb)
thumbs/im_10.png
im_10.jpg
(182 Kb)
thumbs/im_11.png
im_11.jpg
(150 Kb)
thumbs/im_12.png
im_12.jpg
(196 Kb)
thumbs/im_13.png
im_13.jpg
(97 Kb)
thumbs/im_14.png
im_14.jpg
(96 Kb)
thumbs/im_15.png
im_15.jpg
(161 Kb)
thumbs/im_16.png
im_16.jpg
(94 Kb)
thumbs/im_17.png
im_17.jpg
(103 Kb)
thumbs/im_18.png
im_18.jpg
(107 Kb)
thumbs/im_19.png
im_19.jpg
(83 Kb)
thumbs/im_20.png
im_20.jpg
(83 Kb)