next up previous
Next: Über dieses Dokument ... Up: Nokkrir minnipunktar um notkun Previous: Nokkrir minnipunktar um notkun

gnuplot

Ég nota ,,gnuplot`` fyrir ein og tvívíða grafík. Það er til fyrir Windows, MacOS, LinuX og UniX frjálst á netinu.

Í LinuX eða UniX má gefa skipunina ,,gnuplot''

Til þess að teikna upp fall (splot fyrir yfirborð og plot fyrir ferla)

splot [-2:2][-2:2] exp(-x**2-y**2) w l
Línum má fjölga með set isosamples 40 og fela línur með set hidden3d

Hjálp í gnuplot næst með '?'

Skipanaskránna má geyma með save skipanir.gnu

Í skránni eru fjölmargar upplýsingar sem má breyta og hægt er að endurkeyra skránna innan gnuplots með load skipanir.gnu

Með því að eyða línunni set terminal x11 í ,,skipanir.gnu`` og setja í staðinn

      set terminal postscript portrait enhanced color 
                     solid defaultplex "Helvetica" 18
      set output 'graf.ps'
fæst postscript skrá til prentunar.

Almennt er hægt að nota hvaða font sem er, gríska stafi auk há- og lávísa. Skipunin

      set xlabel '{/Symbol G}_i (meV)'
merkir x-ásinn með: $\Gamma_i$.

Skrár með dálkum má teikna með

      plot 'xx.dt' u 1:(sqrt($2)) w l
      plot 'xx.dt' u 1:4 w l
      plot 'xx.dt' u 1:(0.3*$3) w linespoints
'xx.dt' stendur fyrir nafnið á skránni með dálkum sem aðgreindir eru með eyðu. 'u' stendur fyrir using og 'w l' þýðir að teiknað verði með línum.

Í hjálpinni er sýnt hvernig óvissumörkum er komið fyrir á grafi, hvernig máta og brúa megi niðurstöður með þekktum föllum, hvernig skrifa megi skýringar inn á mynd, merkja tvo x- eða y-ása og margt fleira.

Með gnuplot-pakkanum fylgir einnig handbók á póstscript-ham. Hér er hægt að finna upplýsingar um gnuplot á netinu .

Í skjáveri í Tæknigarði eru tölvur sem hægt er að ræsa í LinuX eða NT. Gnuplot er á LinuX-hlutanum.

Postscript skrár úr gnuplot taka lítið pláss og er einfallt að setja inn í LATEX skjöl eða vinna frekar með teikniforritinu ,,xfig``


next up previous
Next: Über dieses Dokument ... Up: Nokkrir minnipunktar um notkun Previous: Nokkrir minnipunktar um notkun
Vidar Gudmundsson
1999-02-01