Dæmaskammtur 09 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2019
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Lárétt vatnsfata og vatnið í henni snúast um eigin lóðréttan samhverfuás með
föstum hornhraða ω. Finnið lögun yfirborðs vatnsins.
- Þrátt fyrir að aðferðafærði Lagrange og Hamiltons gildi ekki fyrir opin
kerfi hafa menn leikið sér að föllum Lagrange sem gætu innihaldið
orkutap. Eitt þannig fall er
L = eγt[mq̇2 - kq2]/2
- Finnið hreyfijöfnu kerfisins
- Hvernig verður hreyfilýsingin þegar skipt er um breytu x=eγt/2q?
- Hvaða kerfi lýsir L?
- Stöng með lengd L er snúið í láréttri sléttu um annan endann með hornhraðanum ω.
Upphaflega, klukkan t=0, er á miðri stönginni perla með massa m þrædd upp á hana sem runnið getur án viðnáms.
- Hver er staðsetning og hraði perlunnar á stönginni sem fall af tíma?
- Á hvaða tímapunkti losnar perlan?
- Hvaða kraftar verka á perluna í viðmiðunarkerfi stangarinnar meðan hún er á
stönginni?
- Á veraldarvefnum má finna að eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn heimsálfa á milli
ferðist með meðalhraðanum 6.5 km/s. Hugsum okkur eina slíka senda af Norðurskautinu í átt
að Suðurskautinu aldrei mjög fjarri yfirborði jarðar miðað við R. Geisli jarðar er 6370 km
og hornhraði hennar er ωJ=7.27 10-5
rad/s. Fjarlægð eldflaugarinnar frá skotstað köllum við S = Rθ, þar sem θ er venjulega pólhornið
í kúluhnitum mælt frá Norðurskautinu. Reiknið geigun eldflaugarinnar ΔL(S) og setjið fram
á grafi fyrir alla leiðina. Reiknið líka horngeigun hennar Δφ(S). Túlkið gröfin.
(Hér er best að nota gröf með eðlilegum víddum eða einingum).
Viðar Guðmundsson
10.10. 2019