Dæmaskammtur 08 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2019
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Hálft kúluhvel með massaþéttleika á rúmmál ρ hefur ytri og innri geisla a og b.
Finnið massamiðju þess.
- Dæmi 02-02 í bók Douglas Cline.
- Jafnhliða þríhyrningur er með massaþéttleika á flöt σ.
Finnið massamiðju hans. (Lengd allra hliðanna er a).
- Þjáll kaðall með lengd L og massaþéttleika λ á lengdareiningu
liggur hringaður upp á láréttu borði. Þú lyfir upp kaðlinum
með fastri hröðun a. Hver er kraftur kaðalsins á höndina sem
fall af hæð hennar yfir borðinu z, meðan z < L?
Viðar Guðmundsson
08.10.2019