Dæmaskammtur 06 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2020
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Hugsum okkur fall Lagrange L(q,dq/dt,t). Bætum við það heildartímaafleiðu af
falli F(q,t) þannig að L'(q,dq/dt,t) = L(q,dq/dt,t) + dF/dt. Þar sem L' er fall
af sömu breytum og L getum við gert ráð fyrir að L og L' uppfylli sömu
jöfnu Eulers og Lagrange. Sýnið að svo sé með því að setja L' inn í
þá jöfnu. Dæmið sýnir að almennt er ekki hægt að ákvarða einhlítt fall
Lagrange út frá hreyfijöfnum kerfis.
- Ögn með massa m hreyfist í kúluyfirborði án þess að ytri kraftar verki á hana.
(Heimur hennar er kúluyfirborð með geisla R).
- Hvað þarf mörg alhnit til að lýsa hreyfingum agnarinnar?
- Veljið alhnit og finnið fall Lagrange fyrir ögnina.
- Finnið alskriðþunga agnarinnar og fall Hamiltons H fyrir hana.
- Finnið hreyfijöfnur Hamiltons.
- Lýsir fall Hamiltons H heildarorku kerfisins?
- Ögn með massa m hreyfist í yfirborði sem myndast þegar fleygboga er snúið
um z-ás kartísks hnitakerfis. Yfirborðið er kyrrt í þyngdarsviði.
Notið sívalningshnitin r (mælt frá samhverfuás yfirborðsins z-ásnum)
og φ sem alhnit.
- Finnið fall Lagrange fyrir kerfið.
- Finnið alskriðþunga agnarinnar og fall Hamiltons.
- Finnið hreyfijöfnur Hamiltons fyrir kerfið.
- Finnið hreyfijöfnu Lagrange fyrir r-hnitið.
- Finnið tíðni smárra sveiflna agnarinnar þegar dφ/dt = 0.
- Pendúll með lengd L og massa m er hengdur upp á annan enda stangar
með lengd R sem snýst í láréttu x-y-sléttunni með fastri hornferð ω
um hinn endann sem festur er í upphafspunkt hnitakerfisins. Við gerum
ráð fyrir að pendúllinn sé alltaf strektur og sé í föstu þyngdarsviði.
- Finnið fall Lagrange fyrir kerfið.
- Finnið hreyfijöfnur Lagrange fyrir kerfið.
- Sýnið að kerfið sé venjulegur kúlupendúll þegar
ω = 0.
Viðar Guðmundsson
27.08.2020