Dæmaskammtur 06 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2019
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Ögn með massa m hreyfist með föstum hraða v eftir teini í tvívíðu láréttu x-y-sléttunni
án viðnáms. Lögun teinsins er lýst með fallinu y=f(x). Finnið kraftana
sem teinninn verkar á ögnina með vegna lögunnar sinnar.
- Ögn hreyfist í einvíða mættinu U(x) = -U0/cosh2(αx).
Leiðið út hreyfijöfnur Hamiltons fyrir hana.
- Dæmi 07-02 í bók Douglas Cline.
- Pendúll með massa m sveiflast í fleti.
Lengd hans er lýst með fallinu l(t) = l0+a·sin(ωt),
þar sem l0 > a.
- Finnið fall Lagrange og hreyfijöfnur þess.
- Finnið fall Hamiltons og hreyfijöfnur þess.
- Finnið heildarorku pendúlsins. Er henni rétt lýst með
falli Hamiltons?
Viðar Guðmundsson
12.09.2019