Dæmaskammtur 05 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2020
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Hugsum okkur lóðréttu x-z-sléttuna. Ögn með massa m fellur í þyngdarsviði
viðnámslaust eftir braut sem er lýst með fallinu x = a*sin(kz), þar sem
k > 0 og a > eru fastar með víddir [a] = L, en [k] = 1/L. Ögnin fellur úr
punktinum z = 0 klukkan t = 0.
- Hvernig getum við lýst skorðum leiðarinnar?
- Finnið hreyfijöfnur Lagrange fyrir ögnina þegar beint tillit er tekið til skorðanna. Hve mörg alhnit eru
nauðsynleg?
- Finnið hreyfijöfnur Lagrange fyrir ögnina með því að nota skorðufallið með margfaldara Lagrange λ.
Hve mörg alhnit þarf?
- Finnið fallið λ(z,ż) sem lýsir margfaldara Lagrange?
- Finnið x- og z-þætti skorðukraftsins sem verkar á ögnina sem fall af z og ż.
- Finnið víddarlausan stika sem greinilega hefur mikil áhrif á útlit lausnarinnar.
- Athugum aftur ögn sem er í mættinu U(x) = -U0sin2(kx/2), þar sem k tengist lengdarskalanum L með k = 2π/L, og U0 > 0.
- Finnið fall Lagrange fyrir ögnina.
- Finnið hreyfijöfnu agnarinnar.
- Finnið fall Hamiltons fyrir ögnina.
- Finnið hreyfijöfnur Hamiltons fyrir ögnina.
- Finnið tíðni smárra sveiflna um eina jafnvægisstöðu agnarinnar þegar orkan E < 0
og mjög nærri -U0.
- Ögn með massa m hreyfist í láréttu x-y-sléttunni. Kerfinu er lýst með falli Lagrange
Finnið hreyfijöfnur kerfisins. Finnið alskriðþunga þess.
Er eitthvað einkennilegt við kerfið? Dæmið býður upp á góða æfingu um muninn
á heildar- og hlutafleiðum í jöfnum Eulers og Lagrange, en hér er miklu
meiri eðlisfræði falin, sem við skoðum í dæmatíma.
- Leysið dæmi 06-02 í nýjústu útgáfu DC (önnur endurskoðun).
Viðar Guðmundsson
21.08.2020