• Dæmaskammtur 03 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2015


    Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
    1. Við höfum öll heyrt að hlaðin eind geisli rafsegulbylgjum verði hún fyrir hröðun. Eindin hlýtur því að verða fyrir geislunarviðnámskrafti og hreyfijafnan er
      m(dv/dt) = Fext + Frad,
      þar sem Frad = mτ(d2v/dt2). Skrifið niður hreyfijöfnuna. Hún er kennd við höfunda sína og kallast jafna Abraham og Lorentz. Hún er óvenjuleg og passar ekki inn í það safn hreyfijafna sem við munum skoða í þessu namskeiði. Aðeins er fjallað um hana í námskeiðinu Rafsegulfræði. Hvaða hlutverk hefur τ í jöfnunni? Finnið lausnir hennar ef enginn kraftur verkar á eindina, Fext = 0.
    2. Dæmi 4-4 í bókinni.
    3. Athugum jöfnu van der Pols. Gerum ráð fyrir að deyfingarfastinn μ/ω0 sé smár. Við giskum á að lausn megi skrifa sem x(t) = b cos(ω0t) + u(t). Finnið afleiðujöfnu fyrir u(t) sem inniheldur fyrsta stigs liði í μ/ω0. Hvaða tíðnir fyrir sveiflur finnast í þessari jöfnu?
    4. Dæmi 4-8 í bókinni. Rissið upp mættið sem ögnin hreyfist í. Þekkjum við svipað kerfi?
    5. Athugum þvingaðan vandeyfðan hreintóna sveifil. Finnið tíðnina fyrir hraðahermu og berið saman við tíðnina fyrir útslagshermu.
    6. Dæmi 4-7 í bókinni.



    Viðar Guðmundsson
    30.08.2015