Dæmaskammtur 02 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2020
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Ögn með massa m hreyfist í mættinu U(x) = U_0[(x/a)2-1]2 og
verður fyrir viðnámskrafti f = -bẋ, þar sem b > 0.
- Finnið jafnvægis- og ójafnvægispunkta agnarinnar í mættinu
og teiknið það upp.
- Finnið tíðni sveiflna agnarinnar um jafvægispunktana.
- Sýnið að fyrir flesta punkta í mættinu muni ögnin leita í
annan jafnvægispunktana eftir mjög langan tíma. Finnið þá punkta
sem þetta á ekki við.
- Ögn hreyfist í mættinu U(x) = qE|x|, þar sem fastinn qE > 0. Finnið sveiflutíma hennar τ.
Er tíminn τ háður útslagi hennar x0 þegar heildarorka hennar er ET?
- Finnið ferla agnar með masa m í fasarúminu (x,ẋ) sem hreyfist í mættinu
U(x) = qE|x|, þar sem fastinn qE > 0. Notið víddarlausar stærðir fyrir ásana.
- Finnið tvær mismunandi leiðir til að finna röð Fouriers fyrir fallið
sin2(x/2) skilgreint á bilinu [0:2π].
Viðar Guðmundsson
14.08.2020