Dæmaskammtur 02 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2019


Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
  1. Línulegur einvíður vandeyfður sveifill með massa m, kraftstuðul k og dofnunarstuðul Γ er settur af stað klukkan t=0. Finnið meðalorkutap sveifilsins í einni lotu. Hvernig tengist það gæðastuðlinum Q?

  2. Línulegur einvíður ódeyfður sveifill með massa m og grunntíðni ω0 er þvingaður með krafti F0sin(ωt).
    1. Finnið finnið lausnina x(t) fyrir upphafsskilyrðin x(0)=0 og v(0)=0.
    2. Finnið lausnina þegar ω → ω0.
    3. Hvernig vex orka sveifilsins þegar ω = ω0?

  3. Finnið lausnina fyrir markdeyfðan línulega sveifil á tvenns konar hátt.

  4. Athugum þvingaðan og deyfðan línulegan sveifil. Hann er með grunntíðni ω0 og þvingunartíðni ω. Tíðnin 2nω0 er n áttundum fyrir ofan grunntíðnina, en 2-nω0 er n áttundum neðan hennar. Sýnið að meðalhreyfiorka sveifilsins sé jöfn fyrir tíðni með sama fjölda áttunda fyrir ofan og neðan ω0. Við erum því að skoða samhverfu í tíðnirófi meðalhreyfiorkunnar.



Viðar Guðmundsson
22.08.2019