Dæmaskammtur 01 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2018


Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
  1. Í kennslubókinni koma fyrir dæmi með loftviðnámskrafti í réttu hlutfalli við ferðina v í fyrsta eða öðru veldi. M. Razavy (Dissipative quantum and classical systems, 2. útgáfa 2016, World Scientific Publishing, Singapore). bendir á að menn hafi leikið sér með möguleikann á brotaveldum á v í viðnámsliðum. Skoðum hreyfijöfnu fyrir ögn í einvídd á forminu
    mẍ=-λsgn(ẋ)|ẋ|α,
    þar sem "sgn" gefur formerki hraðans (átt hér) ẋ, og við veljum 1<α<2 þó víðara svið sé mögulegt. Táknum ẋ(0)=v0, og x(0)=x0, og gerum ráð fyrir að fyrir t>0 sé ẋ>0. Ögnin verður fyrir viðnámskrafti. Leysið jöfnuna til að finna v(t) og x(t). Notið liðun Taylors til að kanna lausnina fyrir "lítið" t og túlkið niðurstöðuna.
  2. Dæmi 02-15 í bók.
  3. Dæmi 02-30 í bók.
  4. Dæmi 02-40 í bók með þeirri viðbót að gera graf af hreyfingu agnarinnar og annað af normalhröðun hennar sem falli af tíma. (Munið að almennt er best að nota víddarlausar stærðir á grafi).
  5. Dæmi 02-52 í bók með þeirri viðbót að gera graf af mættinu.
  6. Dæmi 02-55 í bók. Finnið tölulegt gildi á stuðlinum k. Hér getur verið gott að byrja leitina af gildi k með grafi.



Viðar Guðmundsson
10.08.2018