![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Tölvur og hugbúnaður
Frjálst "UniX" fjölnotenda stýrikerfi fyrir pésa og makka með X-gluggakerfi. Frábært framtak sem hefur sannað gildi sitt.
- LINUX er notað á allt frá ofurtölvum til snjallsíma. Langflestar ofurtölvur veraldar nota LinuX. Kerfið er netlægt. Samskiptastaðlar eru hannaðir inn í grunn þess þannig að skrákerfi og grafísk vinnsla eru ekki bundin við eina vél. Athugið örugg dulkóðuð samskipti með "ssh", "scp", "sshfs", "rsync" og "fish" í Konqueror.
LinuX er þróað opið af áhugamönnum og fyrirtækjum um víða veröld. Til eru margar LinuX-dreifingar eins og Slacware, Debian, Ubuntu, Mint, OpenSuSE, Redhat, Arch Linux og fjölmargar aðrar. Þessi fjölbreytni hefur leitt til mikilla framfara með öflugri samkeppni um sniðugar og hentugar lausnir fyrir mismunandi þarfir notenda. Bash-skelin verður enn öflugri með miklu safni gnu-hjálparforrita.
- KDE, Taktu völdin á skjáborðinu!
Ég er alinn upp við skipanalínu og minimalisma, en leyfi mér allan grafískan munað sem KDE býður uppá. Ég notaði lengi vel Kontact með "imap" sem er frábært fyrir póstinn og dagatalið, en einfaldara er að nota Claws mail eða Thunderbird til þess að geta speglað póstmöppur milli vinnustöðva með rsync. Bæði forritin eru með gnupg dulkóðun til þess að loka "umslaginu" og halda forvitnum í hæfilegri fjarlægð. Enigmail er frábær viðbót við Thunderbird til að sjá um dulkóðun á einfaldan hátt. Þar er boðið upp á Autocrypt og p≡p. Í Android síman er gott að nota opna póstforritið K9, sem styður gnupg í gegnum OpenKeychain. "Konqueror" er vafri og skráaumsjónarkerfi sem leyfir grafíska vinnslu með þjöppuð og/eða dulkóðuð skráasöfn. UTF-8 stafataflan sem KDE býður upp á fyrir skjöl er með öllum stafrófum og táknkerfum jarðarinnar. Dolphin er skráaumsjónarkerfi með svipaða möguleika. rsync er frábært og mjög fjölhæft til að færa möppur milli véla, eða til að taka öryggisafrit. rclone má nota fyrir öryggisafrit yfir á ýmsar skýjaþjónustur með skipanalínunni.
- Maxima: Frjálst (GPL) algebruforrit fyrir öll stýrikerfi. Maxima er byggt á Macsyma sem smíðað var í MIT upp úr miðjum 7. áratug síðustu aldar. Maxima er í örri þróun um þessar mundir og er orðið þægilegt í notkun. Athugið sérstaklega Xmaxima grafíska yfirborðið, eða Maxima "setu" (e. session) í TeXmacs (WYSIWYG-ritill fyrir LaTeX).
Ég kann líka mjög vel við wxMaxima grafíska yfirborðið á Maxima. Í því eru flestar skipanir Maxima geranlegar með því að fylla út reiti, og þá þarf minna að muna um "málfræðina".
- Gnuplot: Frjálst grafík-forrit fyrir öll stýrikerfi. Með Gnuplot er einfalt að útbúa birtingarhæf gröf í tveimur eða þremur víddum.
Sumir vinir minna eru hrifnari af Pyplot - Matplotlib.
- Inkscape er gott frjálst hratt vaxandi teikniforrit fyrir öll stýrikerfi. Blender er enn öflugra frjálst forrit fyrir öll stýrikerfi fyrir lengra komna.
- Convert-skipunin úr ImageMagick leyfir hamskipti grafík-skrá milli allra staðlaðra hama, jpg, eps, png, ps, pdf, gif,.... með samhliðavinnslu á skipanalínunni.
- Gimp er frjást öflugt myndvinnsluforrit fyrir öll stýrikerfi.
- TeX: Auðvitað notum við LaTeX eða pdfLaTeX fyrir alla textavinnslu. TeX og LaTeX eru frjáls setningaforrit fyrir texta fyrir öll stýrikerfi. Forritin fylgja öllum Linux-dreifingum.
Lengi vel var ég ánægður með að nota ritil eins og Emacs eða kate úr KDE ásamt skipanalínu, en kile er þægileg grafísk skel fyrir LaTeX-vinnslu sem ég nota æ oftar. TeXmaker er frjáls LaTeX-skel fyrir öll stýrikerfi, og einnig er til TeXstudio. Sumir yngri vina minna vilja ekkert nema fullkomið WYSIWYG grafískt kerfi ofan á LaTeX, eins og Lyx eða TeXmacs.
- Með LaTeX-inu nota ég alltaf BiBTeX til þess að sjá um tilvitnanir. Til er grafískt forrit "bibview" til þess að bæta við tilvitnunum í BiBTeX-gagnabankann, en miklu öflugra er Java-forritið JabRef til þess. Það gengur á öll stýrikerfi og býður ýmsa skemmtilega möguleika við vinnu með tilvitnanabankann. Mörg tímarit um eðlis- og stærðfræði bjóða tilvitnanir tilbúnar beint í BiBTeX. Í KDE er mjög vaxandi forrit KBibTeX sem ég hef ákveðið að nota framvegis.
- Aspell, dict.org og málið eru ómissandi við öll ritstörf.
- Octave er frjálst öflugt forrit til tölulegra reikninga og líkist mjög MatLab.
Enn öflugra er væntanlega SciLab.
- Ekkert forrit býður þó upp á jafn hraða tölulega reikninga og FORTRAN eða C. Því miður er þýðandinn frá Intel lokaður, en undirstefjusafnið MKL (Math Kernel Library) frá Intel er opið án skráningar fyrir öll stýrikerfi. Það inniheldur fjölda samhliða undirstefja sem hraða alla reikninga og er einfalt að nota með gFORTRAN sem einnig er til fyrir öll stýrikerfi. gFORTRAN býður upp á samhliðavinnslu með OpenMP. Slatec er annað stórt safn af undirstefjum fyrir FORTRAN. Sem betur fer eru háskólar heimsins farnir að kenna forritun í python í stað lokaðra mála, en hafið hugfast að túlkuð mál geta ekki boðið upp á sama keyrsluhraða og þýdd mál eins og FORTRAN og C. C er frábært almennt forritunarmál, en málfræði FORTRAN er miklu líkari hefðbundinni framsetningu jafna í stærðfræði.
- Fyrir fjarkennslu má nota "skjávarpann" vokoscreen. Hann er opinn og til fyrir Linux og windows. Hann er einfaldur í uppsentningu með skýrum stillimöguleikum. Með honum er hægt að útbúa upptökur af öllu sem hægt er að gera á skjánum, óháð forritum. Til er fjöldi annarra forrita fyrir skjávarp, en öflugast þeirra er OBS studio fyrir öll stýrikerfi. Til að setja OBS studio upp í OpenSuSE þarf að gera það úr packman-veitunni til að virkja alla úttaksmöguleika. Ég hef notað Inkscape til að skrifa fyrirlestra- og rannsóknanótur, en nýlega hef ég unnið með xournal++, sem er ákaflega þjált forrit fyrir alls konar nótur og vistar þær á vigurham svo þær séu skalanlegar. xournal++ er til fyrir öll stýrikerfi.
- Ýmis opin hópvinnutól eru til eins og Riot.im. Í opinni hugbúnaðarþróun er algengt að not git-þjóna og ýmis opin tól til samskipta.
Vel uppsett Linux-dreifing fyrir þá sem ekki eru innvígðir í kerfisstjórn. Handhæg grafísk stjórnunartól.
Frjáls vefnámskeið um vefinn:- W3Schools.
- Ég kann lítið um vefforritun, en hef fiktað aðeins við Bluefish.
Frjáls skrifstofuvöndull fyrir allar tölvugerðir og stýrikerfi- OpenOffice. Hví að ánetjast "örlinu hugbúnaðareinveldi" fyrir stórfé? Eftir að Oracle keypti Sun hafa allar stóru Linux dreifingarnar fært sig yfir til LibreOffice
.
Er ekki rétt að loka umslaginu á tölvupóstinum stundum? Til er frjálst dulkóðunarforrit fyrir flest stýrikerfi og póstforrit, The GNU Privacy Guard:- GnuPG.
Ef þú vill eiga sögu skjala og forrita sem þú semur er vissara að athuga- git. Með git er líka þægilegt að semja skjöl saman í hópvinnu.
- Ég vil hafa öll kennslugögn opin fyrir allri veröldinni og hef afrit á eigin vélum sem keyra Apache vefþjóninn.
Nokkrum sinnum hef ég kennt ásamt öðrum námskeiðið Tölvueðlisfræði. Við söfnuðum saman ýmsum tengjum á efni sem nýtist við líkanareikninga:- Tölvueðlisfræði.