TæPei 101 og umhverfi Hsin Koung

Number of images: 16
Created on: föstudagur 18. apríl 2003


TæPei 101 er hæsta hús veraldar sem er verið að byggja í TæPei (ísl. Norðurhjalli) höfuðborg TæVans (ísl. Hjallabugða) og verður tilbúið í október 2004 með sína 504 m og 101 hæð. Annars staðar á HsinChu síðunni okkar er hægt að sjá skrautlegri myndir frá TæPei en hér hef ég safnað saman yfirlitsmyndum frá TæPei 101 og síðan loftmyndum teknum úr Hsin Koung (ísl. ný birta) turninum sem líka sést á einni mynd. Það er ekki annað hægt en að dást af stórhug landsmanna við húsbyggingar. Hæsta hús veraldar staðsett í einni mestu jarðskjálftaborg veraldar! Á TæVan skelfur aðeins oftar í ILan og í HuaLien (ísl. Lótusblóm). Í húsinu verður komið fyrir 800 tonna þungri spegilfægri stálkúlu hengdri upp á hæð 92 til þess að gefa betra jafnvægi í fellibyljum og jarðskjálftum. Undir kúlunni verður boðið upp á kaffi og oolong te á veitingarhúsi. TæPei 101 stendur sér þar sem það gnæfir langt yfir nærliggjandi hús sem ná mest 20 hæðum og mun líta út eins og bambusteinn, sem vaxa einmitt hér út um allt. Útlitið er því mjög tævanskt og innan á húsið að endurspegla tævanska og kínverska menningu.

Hsin Koung turninn er 44 hæðir og gnæfir yfir lestarstöðinni í TæPei. Úr honum sést vel hraðbraut á stólpum sem liggur í gegnum borgina. Undir henni liggur ein fjölfarnasta gata borgarinna. Um kvöldmatarleitið rúlla um hana bílar og vespur í því líku magni að ekki er hægt annað en að undrast þéttleikann, enda eru á eyjunni 10 milljónir vespa. Undir þeirri braut er kjallari með tveggja kílómetra langri verslunargötu. Þar býst öll almenn verslunarvara á kjaraverði. TæPei er einhver athyglisverðasta og líflegasta borg veraldar og sú þéttbýlasta. Í henni má finna einstæð söfn, bókabúðagötur, óteljandi markaði fyrir allt milli himins og jarðar, átmílur (raðir eldhúsa og veitingarstaða), og sérlega vingjarna tævani. Innfæddir frá suðurhluta TæVan bæta venjulega við að í TæPei sé aðeins tvenns konar veður, of heitt eða of kalt. Hitastigið fer þó aldrei niður fyrir íslenskan sumarhita í janúar, en er oft 30 - 39 gráður með miklum raka yfir sumarið, enda er borgin rétt norðan hvarfbaugs.
thumbs/im_01.png
im_01.jpg
(54 Kb)
thumbs/im_02.png
im_02.jpg
(62 Kb)
thumbs/im_03.png
im_03.jpg
(132 Kb)
thumbs/im_04.png
im_04.jpg
(135 Kb)
thumbs/im_05.png
im_05.jpg
(33 Kb)
thumbs/im_06.png
im_06.jpg
(50 Kb)
thumbs/im_07.png
im_07.jpg
(138 Kb)
thumbs/im_08.png
im_08.jpg
(96 Kb)
thumbs/im_09.png
im_09.jpg
(103 Kb)
thumbs/im_10.png
im_10.jpg
(146 Kb)
thumbs/im_11.png
im_11.jpg
(220 Kb)
thumbs/im_12.png
im_12.jpg
(166 Kb)
thumbs/im_13.png
im_13.jpg
(162 Kb)
thumbs/im_14.png
im_14.jpg
(160 Kb)
thumbs/im_15.png
im_15.jpg
(129 Kb)
thumbs/im_16.png
im_16.jpg
(126 Kb)