EÐL401G og RAF402G, (Rafsegulfræði 1)



Kennslan byrjar fimmtudaginn 7. janúar klukkan 10:00 í stofu VR-II-156. Þar verður skipulag námskeiðisins rætt, námsefnið kynnt og sett í samhengi við annað námsefni til B.S. prófs.
Kennarar verða Viðar Guðmundsson og Kristinn Andersen. Elías Snorrason sér um yfirferð dæma og mun aðstoða Viðar Guðmundsson við fyrirlestrakennsluna fyrstu tvær vikurnar.
Fyrstu 10 vikurnar er kennslan sameiginleg fyrir nemendahópana úr eðlisfræði og rafmagnsverkfræði. Eftir það er hópunum skipt upp og rafmagnsverkfræðinemar læra um merkjaflutningslínur meðan eðlisfræðinemarnir læra um loftnet, geislun, dreifingu og deyfingu.
Mánudaginn 21. mars 2016 skiptast hóparnir í tvennt. Eðlisfræðinemar verða áfram í stofu VR-II-156 og Kristinn Andersen mun tilkynna rafmagnsverkfræðinemum um nýja stofu og ef til vill um nýja tíma.


Gróft yfirlit námsefnis Viðars fyrstu 10 vikurnar

Kafli Efni Vikur
3 Rafstöðusvið 1
4 Lausnir rafstöðuverkefna 1.5
5 Sístæðir straumar 0.5
6 Segulstöðufræði 2
7 Tímaháð svið og jöfnur Maxwells 2
8 Flatar rafsegulbylgjur 2
10 Bylgjustokkar 1


Fyrirlestrar

Ég mun safna hér saman handskrifuðum nótum mínum af útlínum fyrirlestra í rafsegulfræðinni. Þær koma ekki í stað bókar en í þeim dreg ég saman aðalatriði, bæti við mikilvægum atriðum sem vantar í umfjöllun bókarinnar og ræði tæknileg atriði.

Dæmi 2016


Gömul og ný próf og dæmi

  • Eldri dæmi og lausnir.
  • Eldri próf með lausnum.

  • Ítarefni



    Viðar Guðmundsson
    30.12.2015