09.21.68 Líkön og mælingar 3e. 4. miss.- 2f+4V.
Kennsla: Rögnvaldur Ólafsson, dósent, Viðar Guðmundsson, prófessor, og Gunnlaugur Björnsson, dósent.
Nauðsynleg undirstaða: Stærðfræðigreining IC 09.10.12, Stærðfræðigreining IIC 09.10.22 og Línuleg algebra og rúmfræði 09.10.14
Líkönn: Átta vikur verða notaðar til þess að kynna nemendum aðferðir til að kanna eiginleika nokkurra eðlisfræðilegra líkana. Kynntur verður bakgrunnur líkananna og þau fyrirbæri sem þau lýsa. Sérstök áhersla verður lögð á þær aðferðir sem þróast hafa innan eðlisfræði til þess að leysa líkönin. Rætt verður um grafíska framsetningu lausna og heppileg forritunartól. Líkönin verða tengd fyrirbærum nærri og fjarri hefðbundinni eðlisfræði. Verkefni verða lögð fyrir nemendur. Tæpt verður á Monte Carlo-aðferðum, skammtafræði, ítrun ólínulegra jafna, og eðlisfræðilegum jaðarskilyrðum.
Mælingar: Kynnt verður hvernig nota má tölvur til gagnasöfnunar og úrvinnslu mæligagna, svo og helstu forrit sem notuð eru. Gerðar verða fjórar tilraunir þar sem tölvur verða notaðar til mælinga og stýringa. Mælitæki verða tengd tölvum með IEEE gagnabraut og notkun þess búnaðar kynnt í æfingum. Notkun á tölvukortum með breytum (AD- og DA- breytum) verður æfð og stafræn merki verða nýtt til stýringa og skynjunar.
Tilraunir: Gerðar verða fjórar tilraunir og nokkrir fyrirlestrar til undirbúnings þeim.
Kennsluefni: Ljósrit