Dæmaskammtur 03 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2019


Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
  1. Kannið ferla agnar í fasarúminu, (x,ẋ), sem hreyfist í mættinu U(x) = -U0/cosh2(αx). Athugið að orka hennar getur bæði verið neikvæð og jákvæð. Einfaldast er að nota grafískar aðferðir eftir heildarorka agnarinnar hefur verið sköluð til.

  2. Hreyfijafna agnar er
    ẍ + βẋ2 + ω2x = 0.
    Kannið ferla hennar í fasarúminu. Til að gera það með greinireikningi er heppilegt að skipta yfir í pólhnit, eins og Douglas Cline gerir í bók sinni. Líklegast er best að svala forvitninni með góðu fasagrafi.

  3. Ögn hreyfist í mættinu
    U(x) = αx2 + βx4.
    Kannið með grafískum aðferðum og greinireikningi ferla hennar í fasarúminu.

  4. Hreyfingu agnar er lýst með víddarlausu hreyfijöfnunni
    ẍ + (x2 + ẋ2 -1)ẋ + x = 0.
    Kannið með greinireikningi eða tölulegum aðferðum ferla hennar í fasarúminu. (Jafnan var gerð víddarlaus með því að skala hana til).



Viðar Guðmundsson
22.08.2019